Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. júní 2021 15:04
Victor Pálsson
Byrjunarliðin á EM: Ítalir breyta mikið til
Mynd: EPA
Það eru tveir leikir spilaðir í A riðli á EM alls staðar í dag en báðir leikirnir hefjast klukkan 16:00.

Ítalía er toppi riðilsins og er komið í 16-liða úrslit keppninnar. Liðið mætir Wales sem vann Tyrkland í síðustu umferð, 2-0.

Wales er í öðru sætinu með fjögur stig og er því í kjörstöðu til að komast áfram. Sviss er í sætinu fyrir neðan með eitt stig.

Sviss þarf á sigri að halda gegn Tyrkjum á sama tíma en Tyrkir hafa ekki skorað mark og eru á botninum án stiga.

Hér má sjá byrjunarliðin í leikjunum tveimur.

Ítalía: Donnarumma; Toloi, Bonucci, Bastoni, Emerson; Jorginho, Pessina, Verratti; Chiesa, Belotti, Bernardeschi.

Wales: Ward; C. Roberts, Gunter, Ampadu, Rodon, N. Williams; Morrell, Allen, Ramsey; Bale, James.

Sviss: Sommer, Widmer, Elvedi, Akanji, Embolo, Freuler, Xhaka, Seferovic, Rodriguez, Zuber, Shaqiri

Tyrkland: Cakir, Celik, Demiral, Soyuncu, Tufan, Under, Calhanoglu, Yilmaz, Kahveci, Ayhan, Muldur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner