Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. júní 2021 19:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hætta rannsókninni er varðar regnbogabandið hans Neuer
Neuer hefur verið með regnbogaband í fyrstu tveimur leikjum Þýskalands á EM.
Neuer hefur verið með regnbogaband í fyrstu tveimur leikjum Þýskalands á EM.
Mynd: EPA
Við sögðum frá því fyrr í kvöld að UEFA væri með mál Manuel Neuer, markvarðar Þýskalands, á borði hjá sér.

UEFA skoðaði það hvort Neuer hefði brotið reglur með því að vera með regnbogaband sem fyrirliði Þýskalands í fyrstu tveimur leikjum liðsins á Evrópumótinu.

Neuer var með fyrirliðabandið til að sýna samstöðu með LGBTQ+ samfélaginu í Pride mánuðinum þar sem fjölbreytileikanum er fagnað.

UEFA skoðaði það hvort fyrirliðabandið hefði verið pólitískt, en það er bannað samkvæmt reglum að sýna pólitíska afstöðu í leikjum á vegum UEFA.

Það að UEFA væri með málið til rannsóknar vakti hörð viðbrögð á meðal netverja og mörgum fannst það fáránlegt.

Það er núna komin niðurstaða í málið. Þýska knattspyrnusambandið fékk bréf frá knattspyrnusambandi Evrópu um að fyrirliðabandið hefði verið metið sem liðstákn um fjölbreytileika og væri fyrir gott málefni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner