Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. júní 2021 16:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hefja rannsókn því Neuer var með regnbogaband
Manuel Neuer, fyrirliði Þýskalands.
Manuel Neuer, fyrirliði Þýskalands.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt þýskum fjölmiðlum þá hefur UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hafið rannsókn.

Rannsóknin varðar það að Manuel Neuer, markvörður og fyrirliði Þýskalands, var með fyrirliðaband í regnbogalitum í gær þegar Þjóðverjar unnu 4-2 sigur á Portúgal á Evrópumótinu.

Neuer var með fyrirliðabandið til að sýna samstöðu með LGBTQ+ samfélaginu í Pride mánuðinum þar sem fjölbreytileikanum er fagnað.

UEFA lítur hugsanlega á fyrirliðabandið sem pólitískan hlut en það er bannað samkvæmt reglum. Neuer er búinn að vera með fyrirliðabandið í fyrstu tveimur leikjum mótsins, gegn Frakklandi og Portúgal.

Pernille Harder gagnrýnir UEFA
Hin danska Pernille Harder, sem er ein besta fótboltakona í heimi hefur gagnrýnt UEFA og segir hún að sambandið verði að stíga upp og íhuga að færa leiki frá Ungverjalandi.

Stjórnvöld í Ungverjalandi samþykktu nýverið löggjöf sem bannar skólum að miðla efni sem talið er stuðla að samkynhneigð og kynjabreytingum að sögn Goal.

Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur verið gagnrýndur fyrir störf sín, meðal annars af mannréttindahópum.


Athugasemdir
banner
banner
banner