Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 20. júní 2024 21:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðholti
Úlfur: Leikmenn nafngreindir og þeir kallaðir aumingjar og annað
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis.
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir tapaði fyrsta deildarleiknum sínum í sumar í kvöld.
Fjölnir tapaði fyrsta deildarleiknum sínum í sumar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var jafn leikur sem féll þeirra megin," sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, eftir 3-1 tap gegn ÍR í Lengjudeildinni í kvöld. Þetta var fyrsta tap Fjölnismanna í deildinni í sumar, það kom í áttundu umferð.

„Leikirnir í þessari deild eru erfiðir. Þetta snýst oft bara um það hvoru megin hlutirnir falla. Þetta féll þeirra megin því miður. Allir leikirnir í þessari deild eru eiginlega bara 1x2. Það gerði okkur ekki auðvelt fyrir að völlurinn var helvíti erfiður. Þegar vellirnir eru erfiðir þá er maður með forskot á heimavelli. Mér fannst við samt ná að gera margt vel en við náðum ekki upp okkar bestu frammistöðu. Ég velti fyrir mér hvort við höfum átt stig skilið en það er kannski frekja að segja að við höfum átt skilið að vinna."

Lestu um leikinn: ÍR 3 -  1 Fjölnir

Það voru læti á vellinum en Úlfur var spurður að því hvort hans menn hafi einfaldlega verið undir í baráttunni í kvöld.

„Nei, alls ekki. Ég hvet stuðningsmenn ÍR til að styðja liðið sitt frekar en að vera að kalla andstæðingana illum ljótum nöfnum. Starfsmenn ÍR fyrir ofan boðvangana líka sem eru að garga inn á ljót orð á okkar leikmenn. Styðjið bara liðið ykkar og látið andstæðinginn í friði. Þetta var baráttuleikur og maður fann á þeim að þeir voru tilbúnir í baráttuna. Þetta var hörkuleikur en mér fannst við ekki undir í baráttunni endilega."

„Maður heyrði að leikmenn voru nafngreindir og þeir kallaðir aumingjar og annað. Mér finnst það miður."

Þetta er fyrsta tap Fjölnismanna, er erfitt að sætta sig við fyrsta tapið?

„Lífið er aðeins betra eftir sigurleiki. Þetta snýst um að vinna næsta leik og vera með sigurtilfinningu í líkamanum. Til þess er maður í þessu, maður er háður sigurtilfinningunni. Ef maður nær henni ekki, þá vill maður ná henni næst. Við erum ekki vanir að tapa en það kemur fyrir öll lið. Við vorum ekki farnir að sjá fyrir okkur að vera Arsenal 2003/04, eitthvað 'invincibles' dæmi. Maður veit alveg að það er sjaldgæft að lið fari taplaus í gegnum tímabil. Sigur, tap eða jafntefli. Núna er það bara næsti leikur," sagði Úlfur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner