Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   fim 20. júní 2024 21:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðholti
Úlfur: Leikmenn nafngreindir og þeir kallaðir aumingjar og annað
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis.
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir tapaði fyrsta deildarleiknum sínum í sumar í kvöld.
Fjölnir tapaði fyrsta deildarleiknum sínum í sumar í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var jafn leikur sem féll þeirra megin," sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, eftir 3-1 tap gegn ÍR í Lengjudeildinni í kvöld. Þetta var fyrsta tap Fjölnismanna í deildinni í sumar, það kom í áttundu umferð.

„Leikirnir í þessari deild eru erfiðir. Þetta snýst oft bara um það hvoru megin hlutirnir falla. Þetta féll þeirra megin því miður. Allir leikirnir í þessari deild eru eiginlega bara 1x2. Það gerði okkur ekki auðvelt fyrir að völlurinn var helvíti erfiður. Þegar vellirnir eru erfiðir þá er maður með forskot á heimavelli. Mér fannst við samt ná að gera margt vel en við náðum ekki upp okkar bestu frammistöðu. Ég velti fyrir mér hvort við höfum átt stig skilið en það er kannski frekja að segja að við höfum átt skilið að vinna."

Lestu um leikinn: ÍR 3 -  1 Fjölnir

Það voru læti á vellinum en Úlfur var spurður að því hvort hans menn hafi einfaldlega verið undir í baráttunni í kvöld.

„Nei, alls ekki. Ég hvet stuðningsmenn ÍR til að styðja liðið sitt frekar en að vera að kalla andstæðingana illum ljótum nöfnum. Starfsmenn ÍR fyrir ofan boðvangana líka sem eru að garga inn á ljót orð á okkar leikmenn. Styðjið bara liðið ykkar og látið andstæðinginn í friði. Þetta var baráttuleikur og maður fann á þeim að þeir voru tilbúnir í baráttuna. Þetta var hörkuleikur en mér fannst við ekki undir í baráttunni endilega."

„Maður heyrði að leikmenn voru nafngreindir og þeir kallaðir aumingjar og annað. Mér finnst það miður."

Þetta er fyrsta tap Fjölnismanna, er erfitt að sætta sig við fyrsta tapið?

„Lífið er aðeins betra eftir sigurleiki. Þetta snýst um að vinna næsta leik og vera með sigurtilfinningu í líkamanum. Til þess er maður í þessu, maður er háður sigurtilfinningunni. Ef maður nær henni ekki, þá vill maður ná henni næst. Við erum ekki vanir að tapa en það kemur fyrir öll lið. Við vorum ekki farnir að sjá fyrir okkur að vera Arsenal 2003/04, eitthvað 'invincibles' dæmi. Maður veit alveg að það er sjaldgæft að lið fari taplaus í gegnum tímabil. Sigur, tap eða jafntefli. Núna er það bara næsti leikur," sagði Úlfur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner