lau 20. júlí 2019 10:06
Ívan Guðjón Baldursson
BBC: Man Utd hafnaði tilboði frá Inter
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Inter hefur mikinn áhuga á belgíska sóknarmanninum Romelu Lukaku sem vill koma sér burt frá Manchester United.

Rauðu djöflarnir vilja fá 75 milljónir punda fyrir Lukaku og höfnuðu tilboði frá Inter á dögunum sem hljóðaði upp á 54 milljónir.

Félagaskipti Lukaku til Inter eru talin velta á sölu Mauro Icardi til Juventus. Inter vill fá meiri pening heldur en Ítalíumeistararnir eru reiðubúnir til að borga.

Inter hefur verið að styrkja hópinn sinn í sumar og tók Antonio Conte við félaginu eftir misheppnað tímabil undir stjórn Luciano Spalletti.

Ole Gunnar Solskjær hefur einnig verið að breyta til í herbúðum Man Utd og verður áhugavert að sjá hvernig leikmannahópa þessi félög verða komin með þegar viðskiptagluggar sumarsins loka.
Athugasemdir
banner
banner