lau 20. júlí 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Özil hefur tröllatrú á ungum miðjumanni Arsenal
Joe Willock.
Joe Willock.
Mynd: Getty Images
Joe Willock er nafn sem aðdáendur Arsenal og fótboltaáhugamenn almennt gætu heyrt meira af á næstunni. Þetta er mat Mesut Özil, miðjumanns Arsenal.

Willock, sem er 19 ára, skoraði í bæði Evrópudeildinni og í FA-bikarnum á síðustu leiktíð. Þá lék hann sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í síðustu umferð deildarinnar gegn Burnley.

Willock byrjar þetta undirbúningstímabil vel og Özil hefur mikla trú á þessum unga miðjumanni.

„Hann veit hvað hann getur, hann er ekki hrokafullur inn á vellinum, hann trúir á sjálfan sig," sagði Özil við heimasíðu Arsenal.

„Ég held að hann geti hjálpað okkur á þessu tímabili. Ég held að hann geti orðið stór leikmaður."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner