Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 20. júlí 2021 12:00
Elvar Geir Magnússon
Memphis: Ekki kalla mig Depay
Mynd: Getty Images
Hollendingurinn Memphis Depay gekk í raðir Barcelona á frjálsri sölu í sumar eftir fjögur vel heppnuð ár hjá Lyon í Frakklandi.

Þessi fyrrum leikmaður Manchester United skoraði 60 mörk í 139 leikjum í frönsku deildinni fyrir Lyon.

Hann er oft kallaður fullu nafni; Memphis Depay, en sjálfur vill hann þó eingöngu vera kallaður Memphis.

Í viðtali við BBC 2012 sagði hann frá því að faðir sinn hefði yfirgefið sig þegar hann var fjögurra ára gamall.

„Ég mun aldrei fyrirgefa honum. Ekki kalla mig Depay, kallið mig Memphis," sagði hann.

„Nei ég vil ekki útskýra það í smáatriðum hvað átti sér stað í fjölskyldulífi mínu því ég vil ekki að fólk skammist sín. Ég horfi fram veginn."

Memphis var formlega kynntur hjá Barcelona á mánudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner