Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 20. júlí 2024 16:53
Sævar Þór Sveinsson
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar.
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Stjarnan
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-0 tap gegn Breiðabliki á Samsungvellinum í 13. umferð Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  1 Breiðablik

Fín spilamennska á köflum, margt gott. Þannig séð ekkert rosalega opinn leikur, Blikarnir eru ekkert að fá mörg færi. Þær fá sín færi og við fáum okkar. Í rauninni heilt yfir fannst mér frammistaðan nokkuð heilsteypt en það bara skiptir máli að skora í fótbolta og einhvern veginn duttu hlutirnir ekki með okkar í dag.

Eins og Kalli segir þá fengu þær sín færi til að skora í dag og var hann því spurður hvort honum fyndist sanngjörn.

Ég held að það sé ekkert spurt að sanngirni í fótbolta. Þú verður bara að taka þá sénsa sem þú færð.

Á 85. mínútu leiksins potar Hrefna Jónsdóttir boltanum í netið eftir hornspyrnu Stjörnunnar en Aðalbjörn, dómari leiksins, dæmdi brot og ekkert mark var dæmt. Aðspurður að því hvað honum fannst um þann dóm sagði hann:

Ekki hugmynd. Þetta er bara þvaga inn í teig, fjær bekknum okkar. Ég verð bara að treysta því að dómarinn hafi verið með þetta.

Stjarnan missti Caitlin Cosme frá sér á dögunum þegar hún skrifaði undir hjá franska úrvalsdeildarfélaginu Nantes.

Það var alveg aðdragandi að því. Hún fær tilboð frá efstu deild í Frakklandi og tekur því, þannig er bara fótboltinn. Hún kom hingað sem atvinnumaður með það inn í sínum samningi að geta farið og fengið tilboð.

Stjarnan er hins vegar að sækja annan erlendan leikmann. 

„Við erum að taka amerískan leikmann í staðinn fyrir Caitlin. Hún er vonandi komin með leikheimild fljótlega. Jessica Ayers heitir hún, miðjumaður sem er að koma til okkar og var að spila síðast í sænsku deildinni.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner