Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 20. júlí 2024 16:53
Sævar Þór Sveinsson
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar.
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Stjarnan
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-0 tap gegn Breiðabliki á Samsungvellinum í 13. umferð Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  1 Breiðablik

Fín spilamennska á köflum, margt gott. Þannig séð ekkert rosalega opinn leikur, Blikarnir eru ekkert að fá mörg færi. Þær fá sín færi og við fáum okkar. Í rauninni heilt yfir fannst mér frammistaðan nokkuð heilsteypt en það bara skiptir máli að skora í fótbolta og einhvern veginn duttu hlutirnir ekki með okkar í dag.

Eins og Kalli segir þá fengu þær sín færi til að skora í dag og var hann því spurður hvort honum fyndist sanngjörn.

Ég held að það sé ekkert spurt að sanngirni í fótbolta. Þú verður bara að taka þá sénsa sem þú færð.

Á 85. mínútu leiksins potar Hrefna Jónsdóttir boltanum í netið eftir hornspyrnu Stjörnunnar en Aðalbjörn, dómari leiksins, dæmdi brot og ekkert mark var dæmt. Aðspurður að því hvað honum fannst um þann dóm sagði hann:

Ekki hugmynd. Þetta er bara þvaga inn í teig, fjær bekknum okkar. Ég verð bara að treysta því að dómarinn hafi verið með þetta.

Stjarnan missti Caitlin Cosme frá sér á dögunum þegar hún skrifaði undir hjá franska úrvalsdeildarfélaginu Nantes.

Það var alveg aðdragandi að því. Hún fær tilboð frá efstu deild í Frakklandi og tekur því, þannig er bara fótboltinn. Hún kom hingað sem atvinnumaður með það inn í sínum samningi að geta farið og fengið tilboð.

Stjarnan er hins vegar að sækja annan erlendan leikmann. 

„Við erum að taka amerískan leikmann í staðinn fyrir Caitlin. Hún er vonandi komin með leikheimild fljótlega. Jessica Ayers heitir hún, miðjumaður sem er að koma til okkar og var að spila síðast í sænsku deildinni.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner