Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   lau 20. júlí 2024 16:53
Sævar Þór Sveinsson
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar.
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Stjarnan
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-0 tap gegn Breiðabliki á Samsungvellinum í 13. umferð Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  1 Breiðablik

Fín spilamennska á köflum, margt gott. Þannig séð ekkert rosalega opinn leikur, Blikarnir eru ekkert að fá mörg færi. Þær fá sín færi og við fáum okkar. Í rauninni heilt yfir fannst mér frammistaðan nokkuð heilsteypt en það bara skiptir máli að skora í fótbolta og einhvern veginn duttu hlutirnir ekki með okkar í dag.

Eins og Kalli segir þá fengu þær sín færi til að skora í dag og var hann því spurður hvort honum fyndist sanngjörn.

Ég held að það sé ekkert spurt að sanngirni í fótbolta. Þú verður bara að taka þá sénsa sem þú færð.

Á 85. mínútu leiksins potar Hrefna Jónsdóttir boltanum í netið eftir hornspyrnu Stjörnunnar en Aðalbjörn, dómari leiksins, dæmdi brot og ekkert mark var dæmt. Aðspurður að því hvað honum fannst um þann dóm sagði hann:

Ekki hugmynd. Þetta er bara þvaga inn í teig, fjær bekknum okkar. Ég verð bara að treysta því að dómarinn hafi verið með þetta.

Stjarnan missti Caitlin Cosme frá sér á dögunum þegar hún skrifaði undir hjá franska úrvalsdeildarfélaginu Nantes.

Það var alveg aðdragandi að því. Hún fær tilboð frá efstu deild í Frakklandi og tekur því, þannig er bara fótboltinn. Hún kom hingað sem atvinnumaður með það inn í sínum samningi að geta farið og fengið tilboð.

Stjarnan er hins vegar að sækja annan erlendan leikmann. 

„Við erum að taka amerískan leikmann í staðinn fyrir Caitlin. Hún er vonandi komin með leikheimild fljótlega. Jessica Ayers heitir hún, miðjumaður sem er að koma til okkar og var að spila síðast í sænsku deildinni.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner