Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
banner
   lau 20. júlí 2024 19:39
Sölvi Haraldsson
Natasha: Valur var alltaf fyrsti kosturinn
Kvenaboltinn
Mynd: Valur

Þetta var smá brekka í lokin. En við náðum að setja sigurmarkið. Mér fannst alltaf eins og við værum að fara að skora. Við vorum að banka og banka og banka og þrjú stig í hús.“ sagði nýjasti leikmaður Vals Natasha Anasi eftir sætan 2-1 sigur Vals á Keflavík í dag.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Keflavík

Natasha var ánægð með spilamennsku Vals í dag og segist aldrei hafa verið stressuð.

Ég var fullviss að við værum að fara að skora því við vorum að fá svo góð færi. Við vorum að spila vel og finna þessi hættulegu færi sem við leituðum í. Mér fannst alltaf eins og það væri að fara að koma mark og var aldrei neitt stressuð.

Valur átti gífurlega mörg dauðafæri í dag en Natasha er spennt að sjá XG-ið úr leiknum.

Ég er spennt að sjá XG-ið úr þessum leik. Við vorum að spila vel, halda boltanum vel og finna þessi hættulegu svæði.

Natasha er nýjasti leikmaður Vals en henni líður vel í Val.

„Mér líður bara mjög vel. Þau hafa tekið mjög vel á móti mér. Mér líður eins og ég smellpassi inn í hópinn og það er skemmtilegt að vera með þeim. Ég get ekki kvartað neitt mér líður vel hér.“

Var löngu ákveðið að koma í Val?

„Ég var viss að ég vildi koma heim og Valur var alltaf í huganum. Ég hafði samband við umboðsmanninn minn sem heyrði í nokkrum liðum og mér leist vel að koma hingað. Valur var alltaf fyrsti kosturinn minn.“

Viðtalið við Natöshu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner