Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   lau 20. júlí 2024 19:39
Sölvi Haraldsson
Natasha: Valur var alltaf fyrsti kosturinn
Kvenaboltinn
Mynd: Valur

Þetta var smá brekka í lokin. En við náðum að setja sigurmarkið. Mér fannst alltaf eins og við værum að fara að skora. Við vorum að banka og banka og banka og þrjú stig í hús.“ sagði nýjasti leikmaður Vals Natasha Anasi eftir sætan 2-1 sigur Vals á Keflavík í dag.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Keflavík

Natasha var ánægð með spilamennsku Vals í dag og segist aldrei hafa verið stressuð.

Ég var fullviss að við værum að fara að skora því við vorum að fá svo góð færi. Við vorum að spila vel og finna þessi hættulegu færi sem við leituðum í. Mér fannst alltaf eins og það væri að fara að koma mark og var aldrei neitt stressuð.

Valur átti gífurlega mörg dauðafæri í dag en Natasha er spennt að sjá XG-ið úr leiknum.

Ég er spennt að sjá XG-ið úr þessum leik. Við vorum að spila vel, halda boltanum vel og finna þessi hættulegu svæði.

Natasha er nýjasti leikmaður Vals en henni líður vel í Val.

„Mér líður bara mjög vel. Þau hafa tekið mjög vel á móti mér. Mér líður eins og ég smellpassi inn í hópinn og það er skemmtilegt að vera með þeim. Ég get ekki kvartað neitt mér líður vel hér.“

Var löngu ákveðið að koma í Val?

„Ég var viss að ég vildi koma heim og Valur var alltaf í huganum. Ég hafði samband við umboðsmanninn minn sem heyrði í nokkrum liðum og mér leist vel að koma hingað. Valur var alltaf fyrsti kosturinn minn.“

Viðtalið við Natöshu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner