Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
   sun 20. júlí 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bailly hefur nýjan kafla í Sádi-Arabíu
Mynd: EPA
Félagaskipti varnarmannsins Eric Bailly til Al-Najma í Sádi-Arabíu eru svo gott sem frágengin.

Bailly rann út á samningi hjá Villarreal í sumar og var með nokkur samningstilboð á borðinu en kaus að skipta yfir til Sádi-Arabíu.

Hann hafnaði meðal annars tækifæri að snúa aftur til uppeldisfélagsins Espanyol eða skipta til Trabzonspor í Tyrklandi.

Bailly er 31 árs gamall landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar. Hann var samningsbundinn Manchester United í sjö ár og lék 113 leiki fyrir félagið.

Al-Najma eru nýliðar í efstu deild í Sádi-Arabíu eftir að hafa endað í öðru sæti í næstefstu deild á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner