Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
   sun 20. júlí 2025 14:16
Brynjar Ingi Erluson
Elías Már þreytti frumraun sína í Kína - Kolbeinn átti þátt í sigurmarki
Elías Már spilaði sinn fyrsta leik í Kína
Elías Már spilaði sinn fyrsta leik í Kína
Mynd: Aðsend
Elías Már Ómarsson lék sinn fyrsta leik með kínverska úrvalsdeildarliðinu Meizhou Hakka í 1-1 jafntefli gegn Henan í gær.

Keflvíkingurinn samdi við Meizhou Hakka fyrir nokkrum dögum og var kastað strax í hópinn.

Hann kom inn af bekknum í hálfleik og hjálpaði liðinu að kreista fram stig. Darick Morris skoraði jöfnunarmarkið þegar lítið var eftir af leiknum og er Meizhou nú með 13 stig í 14. sæti.

Elías varð þar með fjórði Íslendingurinn til að spila í kínversku deildinni á eftir Viðari Erni Kjartanssyni, Sölva Geir Ottesen og Eið Smára Guðjohnsen.

Róbert Frosti Þorkelsson lék sinn fyrsta deildarleik með sænska liðinu GAIS er það vann Degerfors, 3-0, á útivelli.

Stjörnumaðurinn gekk í raðir GAIS fyrir tímabilið og hafði komið við sögu í bikarnum áður en hann meiddist. Hann er kominn aftur af stað og spilaði síðustu mínúturnar í sigrinum í gær. GAIS er í 6. sæti með 28 stig.

Kolbeinn Þórðarson átti stóran þátt í 1-0 sigri Gautaborgar á Sirius í dag.

Blikinn tók hornspyrnu á 59. mínútu sem datt af varnarmanni og til David Kruse sem hamraði boltanum í netið.

Það reyndist eina mark leiksins en Gautaborg er nú með 25 stig í 7. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner