Nottingham Forest hefur lagt fram formlegt tilboð í svissneska vængmanninn Dan Ndoye, sem er á mála hjá Bologna á Ítalíu.
Greint var frá því á dögunum að Forest hefði mikinn áhuga á Ndoye og að það sæi hann sem arftaka fyrir Anthony Elanga sem var seldur til Newcastle United.
Nú hefur Forest lagt fram formlegt tilboð í Ndoye.
Samkvæmt Fabrizio Romano hefur Ndoye náð samkomulagi við Forest og hefjast nú viðræður við Bologna um kaupverðið, en ekki kemur fram upphæð tilboðsins.
Bologna vill fá að minnsta kosti 26 milljónir punda fyrir þennan 24 ára gamla leikmann.
Ndoye, sem á 22 A-landsleik og 3 mörk með Sviss, var hetja Bologna á síðustu leiktíð er hann skoraði markið sem tryggði liðinu fyrsta bikarmeistaratitilinn í 51 ár.
Athugasemdir