Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
   sun 20. júlí 2025 15:00
Brynjar Ingi Erluson
Juventus lánar Weah til Marseille - Fetar aftur í fótspor föður síns
Mynd: EPA
Juventus hefur samþykkt að lána bandaríska landsliðsmanninn Timothy Weah til franska félagsins Marseille út leiktíðina.

Timothy er 25 ára gamall vængbakvörður og sonur fyrrum Ballon d'Or hafans, George Weah, sem spilaði með AC Milan, Mónakó, Paris Saint-Germain og einmitt Marseille.

Blaðamaðurinn Fabrice Hawkins segir að Timothy sé nú að fara feta í fótspor föður síns í annað sinn en hann hefur samþykkt að ganga í raðir Marseille á láni frá Juventus.

Félögin hafa náð samkomulagi um að hann eyði tímabilinu á láni og Marseille muni síðan festa kaup á honum fyrir 12-15 milljónir evra á næsta ári.

Timothy er uppalinn í Bandaríkjunum. Hann fluttist til Frakklands árið 2014 og gekk þá í raðir PSG. Þar spilaði hann til 2019 áður en hann var seldur til Lille.

Bandaríski landsliðsmaðurinn var frábær hjá Lille og hjálpaði liðinu að vinna frönsku deildina árið 2021. Síðustu tvö ár hefur hann leikið með Juventus og verið í ágætlega stóru hlutverki, en fékk fáar mínútur á HM félagsliða og greinilega ekki lengur í myndinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner