Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
   sun 20. júlí 2025 16:00
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd hefur rætt við umboðsmann Jackson
Mynd: EPA
Manchester United er í dauðaleit að framherja fyrir komandi tímabil og hefur félagið nú þegar rætt við umboðsmann Nicolas Jackson, leikmanns Chelsea.

Chelsea er sagt opið fyrir því að leyfa Jackson að fara í sumar eftir að hafa styrkt hópinn með leikmönnum á borð við Joao Pedro og Liam Delap.

Jackson, sem er 24 ára gamall, hefur verið orðaður við nokkur félög, þar á meðal Man Utd, sem hefur verið í sambandi við Ali Barat, umboðsmann leikmannsins.

Það þarf þó ýmislegt að gerast til þess að United fari lengra með áhuga sinn og veltur það á því hvort félaginu takist að losa sig við leikmenn í glugganum.

Nizaar Kinsella greinir frá þessu og bendir jafnframt á að Chelsea hafi lengi vel haft áhuga á Alejandro Garnacho, leikmanni Man Utd, og ágætis möguleiki á að félögin skoði það að gera skiptidíl.
Athugasemdir
banner