Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   sun 20. júlí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Messi og Alba stjörnurnar í stórsigri
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fóru nokkrir leikir fram í MLS deildinni í nótt þar sem Lionel Messi, Jordi Alba og Telasco Segovia fóru á kostum í stórsigri Inter Miami í New York.

Inter lenti undir snemma leiks gegn New York Red Bulls eftir mark sem Alexander Hack skoraði eftir undirbúning frá Emil Forsberg. Stjörnum prýddum gestunum frá Miami tókst þó að snúa stöðunni við fyrir leikhlé, Alba jafnaði metin áður en Segovia setti tvennu til að taka góða forystu fyrir hálfleiksflautið.

Messi kom að tveimur mörkum í fyrri hálfleiknum og Alba að einu. Í síðari hálfleik tókst Messi svo að skora eftir undirbúning frá Alba og Sergio Busquets, áður en hann skoraði fimmta mark Inter.

Niðurstaðan þægilegur stórsigur Inter sem er í toppbaráttunni með 41 stig eftir 21 umferð.

Dagur Dan Þórhallsson sat þá allan tímann á bekknum er liðsfélagar hans í liði Orlando City sigruðu á útivelli gegn New England Revolution.

Martín Ojeda skoraði bæði mörk Orlando í sigrinum en hann er þar með kominn með fjögur mörk og sex stoðsendingar í síðustu átta leikjum.

Orlando er þremur stigum á eftir Inter á stöðutöflunni, með 38 stig eftir 24 umferðir. Þetta er fyrsti sigur liðsins síðan í lok júní.

New York Red Bulls 1 - 5 Inter Miami
1-0 Alexander Hack ('15)
1-1 Jordi Alba ('24)
1-2 Telasco Segovia ('27)
1-3 Telasco Segovia ('45+3)
1-4 Lionel Messi ('60)
1-5 Lionel Messi ('75)

New England Revolution 1 - 2 Orlando City
0-1 Martin Ojeda ('18)
1-1 Tomas Chancalay ('55)
1-2 Martin Ojeda ('58)
Athugasemdir
banner