Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 20. ágúst 2019 11:05
Elvar Geir Magnússon
Suarez frá í mánuð og Dembele í fimm vikur
Ousmane Dembele, sóknarleikmaður Barcelona, verður frá næstu fimm vikur eftir að hafa meiðst aftan í læri.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Barcelona.

Meiðsli herja á sóknarleikmenn Börsunga. Lionel Messi var ekki með í fyrstu umferð La Liga þegar leikur gegn Athletic Bilbao tapaðist 1-0 og þá er Luis Suarez einnig á meiðslalistanum.

Suarez fór af velli í leiknum vegna meiðsla í kálfa og spilar ekki næsta mánuðinn.

Barcelona fær Real Betis í heimsókn um komandi helgi.
Athugasemdir
banner