Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
banner
   sun 20. ágúst 2023 18:09
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Ási: Þetta er vond tilfinning og mikið svekkelsi
Kvenaboltinn
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tók á móti ÍBV fyrr í dag í 17. umferð Bestu deildarinnar og ljóst var að mikilvægir 3 punktar voru í boði fyrir bæði lið. Liðin eru að berjast á sitthvorum enda töflunnar, Blikarnir í toppbaráttunni og ÍBV í fallbaráttunni.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  0 ÍBV

Þetta er vond tilfinning og mikið svekkelsi“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Blika, eftir leikinn sem endaði 0-0 þrátt fyrir stöðugar tilraunir Blika á mark ÍBV.

Þegar að þú sækir 90% af leiknum og ert inn í teig, þú ert alltaf hræddur við einn langan bolta sem dettur í gegn hinum megin en á meðan þú nærð ekki að brjóta ísinn að þá er þetta allt í járnum. Það vantaði rosalega lítinn herslumun til þess að rúlla boltanum yfir línuna“ hélt hann svo áfram en Blikar fengu aragrúa af færum í leiknum. 

Fyrir leikinn í dag höfðu Blikar spilað tvo leiki þar sem frammistaðan var ekkert sérstök. Aðspurður hvort að hann hafi ekki verið ánægður með frammistöðuna í dag segir hann:

Það er það sem við verðum að grípa í í dag. Ég er sammála, frammistaðan ekki verið góð í síðustu tveimur leikjum en hún var fín í dag. Sóttum án afláts og vörðumst vel sem lið og það var heildarbragur yfir þessu og fullt af jákvæðum hlutum sem við getum tekið með okkur inn í baráttuna í framhaldinu.“ 

Viðtalið við Ása má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir