Trent til Real - Hvað gerir Salah? - Williams til Arsenal - Wharton til City og Quenda tl United
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
   sun 20. ágúst 2023 18:09
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Ási: Þetta er vond tilfinning og mikið svekkelsi
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tók á móti ÍBV fyrr í dag í 17. umferð Bestu deildarinnar og ljóst var að mikilvægir 3 punktar voru í boði fyrir bæði lið. Liðin eru að berjast á sitthvorum enda töflunnar, Blikarnir í toppbaráttunni og ÍBV í fallbaráttunni.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  0 ÍBV

Þetta er vond tilfinning og mikið svekkelsi“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Blika, eftir leikinn sem endaði 0-0 þrátt fyrir stöðugar tilraunir Blika á mark ÍBV.

Þegar að þú sækir 90% af leiknum og ert inn í teig, þú ert alltaf hræddur við einn langan bolta sem dettur í gegn hinum megin en á meðan þú nærð ekki að brjóta ísinn að þá er þetta allt í járnum. Það vantaði rosalega lítinn herslumun til þess að rúlla boltanum yfir línuna“ hélt hann svo áfram en Blikar fengu aragrúa af færum í leiknum. 

Fyrir leikinn í dag höfðu Blikar spilað tvo leiki þar sem frammistaðan var ekkert sérstök. Aðspurður hvort að hann hafi ekki verið ánægður með frammistöðuna í dag segir hann:

Það er það sem við verðum að grípa í í dag. Ég er sammála, frammistaðan ekki verið góð í síðustu tveimur leikjum en hún var fín í dag. Sóttum án afláts og vörðumst vel sem lið og það var heildarbragur yfir þessu og fullt af jákvæðum hlutum sem við getum tekið með okkur inn í baráttuna í framhaldinu.“ 

Viðtalið við Ása má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner