Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   þri 20. ágúst 2024 23:48
Brynjar Ingi Erluson
Austurlandsslagurinn færður í höllina
Austurlandsslagurinn fer fram í Fjarðarbyggðarhöllinni
Austurlandsslagurinn fer fram í Fjarðarbyggðarhöllinni
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Leikur KFA og Hattar/Hugins í 2. deild karla sem átti upphaflega að fara fram í Neskaupstað á morgun hefur nú verið færður í Fjarðabyggðarhöllina á Reyðarfirði vegna hins hræðilega slys sem varð í morgun.

Maður á fertugsaldri lést snemma í morgun af völdum voðaskots, en hann var ásamt nokkrum fleirum á gæsaveiðum við Hálslón norðan við Vatnajökul.

Því hefur verið ákveðið að færa leikinn í Fjarðabyggðarhöllina en hann verður spilaður klukkan 18:00 á morgun.

Tillkyning frá KFA:

„Það er búið að færa leikinn á morgun í Fjarðabyggðarhöllina vegna hins hræðilega slys.
Vottum fjölskyldu og aðstandendum hins látna okkar dýpstu samúð,“
segir í yfirlýsingu KFA.

Stjórn, þjálfarar og leikmenn Hattar/Hugins sendu sömuleiðis frá sér tilkynningu þar sem þeir vottuðu aðstandendum hins látna dýpstu samúð.

„Ákveðið hefur verið að spila leikinn á morgun í Fjarðabyggahöllinni í stað þess að leika á Neskaupstað vegna hins hræðilega slys sem varð fyrr í dag á fjöllum.
Stjórn og þjálfarar HH styðja þessa ákvörðun KFA- Knattspyrnufélag Austfjarða vonumst við til að stuðningsfólk okkar fjölmenni á Reyðarfjörð.
Við vottum öllum þeim sem eiga um sárt að binda okkar dýpstu samúð.
Stjórn, þjálfarar og leikmenn HH.“

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner