Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fös 20. september 2019 22:35
Mist Rúnarsdóttir
Ray: Er sannur Grindvíkingur og vill vera áfram
Kvenaboltinn
Ray hefur áhuga á að stýra Grindavík áfram í 2. deild
Ray hefur áhuga á að stýra Grindavík áfram í 2. deild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við byrjuðum bara frekar illa. Vorum ekki mættar til leiks fyrstu 20-25 mínúturnar. Þróttarar eru með hörkulið og eru mjög kraftmiklar,“ sagði Ray Anthony Jónsson, þjálfari Grindavíkur sem mátti sætta sig við 9-0 skell gegn Þrótti í lokaumferð Inkasso-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 9 -  0 Grindavík

Það var ljóst fyrir leikinn að Grindavík væri fallið úr deildinni en liðið hefur því fallið um tvær deildir á tveimur árum. Ray viðurkennir að það séu gríðarleg vonbrigði.

„En aftur á móti þá var þetta algjörlega nýtt lið í fyrra og aftur í ár. Nú eru fleiri heimastúlkur sem eru komnar í liðið og það er bara jákvætt. Þær eru mjög ungar líka. Við tökum bara skrefið niður og byrjum þar. Þetta eru stelpur sem eru 15,16 og 17 ára sem munu ná sér í góða reynslu úr 2. deildinni og vonandi komumst við sem fyrst aftur í 1. deildina,“ sagði Ray sem mun setjast niður með stjórnarmönnum Grindavíkur í næstu viku og skoða framhaldið.

„Við tökum stöðuna eftir helgi. Setjumst niður og spáum í hvað við viljum gera. Hvort að stefnan verði að reyna að fara beint upp eins og ég myndi vilja gera en við sjáum bara til,“ sagði Ray sem vill vera áfram með liðið.

„Ég er sannur Grindvíkingur og vil helst bara vera í Grindavík. En þetta kemur í ljós.“

Nánar er rætt við Ray í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner