Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 20. september 2019 09:25
Magnús Már Einarsson
Solskjær hefur ekki áhyggjur af Rashford
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segist ekki hafa áhyggjur af því þó Marcus Rashford hafi átt í erfiðleikum með að skora úr opnum leik í byrjun tímabils.

Hninn 21 árs gamli Rashford náði ekki að komast á blað gegn Astana í gærkvöldi en hann hefur skorað þrjú mörk á tímabilinu. Tvö af þeim mörkum hafa komið af vítapunktinum.

„Ég hef ekki áhyggjur af þessu. Hann er að fá færin. Auðvitað hefði hann getað skorað þrjú (gegn Astana) en markvörðurinn varði nokkrum sinnum stórkostlega," sagði Solskjær.

„Við erum að vinna með Marcus á æfingum á hverjum einasta degi og hann vill bæta sig og hann vill verða betri. Hann hefði getað klárað færi með vinstri fæti í stað hægri einu sinni en þetta var einn af þessum dögum."

„Öll mörkin sem við höfum skorað hafa komið frá framherjunum Marcus, Anthony [Martial] og Dan James svo ég er viss um að hann á eftir að skora mörg mörk."

„Hann er ennþá ungur, hann mun bæta sig og þú nærð ekki hápunktinum sem framherji fyrr en þú verður 26 eða 27 ára. Hann er ennþá að læra hvernig á að klára færi í mismunandi aðstæðum."

„Framherjar í dag eru öðruvísi en níurnar í gamla daga. Það eru ekki margir slíkir leikmenn eftir og Marcus getur spilað í þremur eða fjörum mismunandi stöðum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner