Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 20. september 2021 23:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birnir Snær: Mér finnst lélegt að Vilhjálmur geti ekki játað mistök
Vilhjálmur Alvar
Vilhjálmur Alvar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir Snær
Birnir Snær
Mynd: Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir Snær Ingason, leikmaður HK, fékk að líta tvö gul spjöld í leik HK og Stjörnunnar í kvöld. Birnir verður því í leikbanni þegar HK heimsækir Breiðablik í lokaumferðinni sem áætlað er að fari fram á laugardag.

Það verður annað hvort ÍA, HK eða Keflavík sem mun falla niður í næst efstu deild ásamt Fylki. HK er tveimur stigum fyrir ofan ÍA fyrir lokaumferðina og stigi á eftir Keflavík. Keflavík er með -14 í markatölu, HK með -15 og ÍA -16.

Lestu um leikinn: HK 1 -  0 Stjarnan

Fyrra gula spjaldið á Birni fékk hann fyrir að stöðva Emil Atlason í hraðri sókn. Seinna gula spjaldið var fyrir meintan leikaraskap inn á vítateig Stjörnunnar.

Sjá einnig:
Birnir rekinn af velli fyrir dýfu - „Ekki snjóboltaséns í helvíti"

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, mætti í vitðal hjá Stöð2Sport eftir leikinn og ræddi um bæði spjöldin. Vilhjálmur vill meina að Birnir hafi gert sig sekan um óíþróttamannslega framkomu þegar hann fór niður í vítateig Stjörnunnar.

„Í þessu atviki var ég mjög vel staðsettur, ég stóð beint fyrir aftan, það er snerting milli HK leikmannsins og Stjörnu leikmannsins en í þessu atviki er það HK maðurinn sem býr til snertingu og fyrir mér gerist hann sekur um óíþróttamannslega framkomu og þess vegna gef ég óbeina aukaspyrnu og honum gult spjald," sagði Vilhjálmur.

Fótbolti.net hafði samband við Birni eftir leikinn í kvöld.

„Fyrst og fremst er ég ógeðslega sáttur með sigurinn, horfði á síðustu mínuturnar á geðveikri 15 tommu túbu og trylltist þegar ég sá Valla setja'nn," sagði Birnir sem fékk rauða spjaldið á 75. mínútu leiksins. Valgeir Valgeirsson skoraði eina mark leiksins á 79. mínútu og tryggði HK dýrmæt þrjú stig. Birnir hélt áfram:

„En ég er bara að fara í 1-2 við [Ásgeir] Börk og svæðið er mjög þröngt þannig ég fæ mann í mig og dett niður. Fyrsta upplifun var að ég helt hann væri að dæma víti þegar ég heyrði flautið en svo snéri ég mér við og þá var hann buinn að taka gula spjaldið upp."

„Þá segi ég við hann 'þú veist að þú ert að reka mig útaf fyrir þetta' og þá kemur hik á hann. Ég held hann hafi ekki áttað sig á því að ég væri á gulu spjaldi."
Birnir hafði fengið sitt fyrra gula spjald á 71. mínútu.

„En þetta náttúrulega gerist mjög hratt og erfitt að sjá þetta bara einu sinni „in the moment"."

„En við gerum öll mistök og þetta er búið og gert, en mér finnst best að geta viðurkennt mistök þegar maður sér þau eftir á,"
sagði Birnir.

Ertu ósáttur við hans útskýringar?

„Við erum öll að horfa á sama atvikið og hann sá eini sem segir að um dýfu sé að ræða. Hann tekur þessa ákvörðun og maður verður að virða það, en þegar hann fær að sjá það aftur finnst mér lélegt að hann geti ekki játað mistök."

„Hann þarf ekki að dæma víti en þetta er náttúrulega aldei dýfa og hann gat látið leikinn halda áfram því við vorum í bullandi sókn."


Hvernig er tilfinningin að vita að þú ert ekki með í lokaumferðinni?

„Það er auðvitað leiðinlegt en ég treysti liðinu til þess að klára þetta. Við erum með helling af gæðum á bekknum sem geta komið inn i liðið," sagði Birnir að lokum.

Sjá einnig:
Vilhjálmur dómari: Birnir gerir sig sekan um óíþróttamannslega framkomu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner