Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 20. september 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alfons um meiðslin: Getum ekki unnið á einhverju sem er ekki 100%
Alfons Sampsted
Alfons Sampsted
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted glímir við meiðsli á öxl sem hann varð fyrir í leik með félagsliði sínu Bodö/Glimt í norsku deildinni.

Bakvörðurinn meiddist fyrst fyrir rúmri viku síðan en fékk svo annað högg á öxlina í fyrradag. Í kjölfarið dró hann sig úr landsliðshópnum sem kom saman í gær.

„Í leiknum gegn Tromsö fer ég í einvígi í loftinu og öxlin á mér dettur hálfvegis úr lið. Ég leggst niður, sjúkraþjálfarinn kemur inn á og kippir öxlinni aftur í lið. Ég prófa að spila aðeins áfram en það gengur ekki alveg. Í kjölfarið tökum við mynd og það sést greinilegur skaði á liðbandinu. Tilfinningin var nokkuð góð og ég spila teipaður á öxlinni í Evrópudeildinni síðasta fimmtudag og svo aftur núna á sunnudag," sagði Alfons. Eftir að öxlinni var kippti í liðinn fann hann fyrir sársauka, stífleika og óöryggi og hafi því farið af velli.

Hann spilaði allan leikinn í 2-1 sigri gegn Zürich í Evrópudeildinni en þurfti aftur að fara af velli eftir um klukkutíma leik gegn Haugesund á sunnudag. „Ég var að brjótast upp miðjuna í aðdraganda marksins okkar, er rifinn niður í sendingunni, lendi á olnboganum og fæ högg upp í öxlann. Sársauki og bólgar kemur aftur upp. Það var viðvörðunarbjalla um að við þyrftum að gefa þessu smá tíma til að jafna sig og gætum ekki verið að spila á þessu áfram."

Aðspurður hvort hann hafi þurft að taka verkjatöflur til að geta spilað leikina svaraði Alfons neitandi. „Þær fara svo illa í magann á mér þannig ég vanalega tek þær ekki. Ég var teipaður og var með hlíf á öxlinni."

Eftir höggið á sunnudag var tekin ákvörðun í samráði við lækna Bodö/Glimt, landsliðsþjálfarans Arnars Þór Viðarssonar og læknateymis íslenska landsliðsins að Alfons færi ekki í verkefnið með landsliðinu.

„Það þarf að gefa þessu tíma til að jafna sig, getum ekki unnið á einhverju sem er ekki 100% í lagi. Það er erfitt að segja akkúrat núna hvenær ég verð klár. Það er mikill dagamunur á öxlinni, er að verða betri og betri með hverjum deginum."

Á meðan margir aðrir eru í landsliðsverkefnum er Alfons að vinna með sjúkraþjálfurum og læknum í Bodö.

„Fyrsti æfingadagur hjá liðinu er á mánudaginn og það væri draumur að geta verið með þá og prófað þetta aðeins. Eins og staðan er núna er það mögulega alveg raunhæft," sagði Alfons.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner