Það verður hart barist á heimavelli hamingjunnar í kvöld þegar heimamenn í Víking taka á móti KR í 1.umferð efri hluta Bestu deildarinnar.
Nýkringdir bikarmeistarar Víkinga geta með sigri í kvöld tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í viðbót við Mjólkurbikarinn og fullkomnað þannig sumarið sitt.
KR geta með sigri tafið hið óumflýjanlega um stund og stimplað sig í leiðinni inn í baráttuna um Evrópusæti.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 2 KR
Víkingar gera 5 breytingar á sínu liði frá bikarúrslitum gegn KA um liðna helgi en inn í liðið koma Ingvar Jónsson, Viktor Örlygur Andrason, Helgi Guðjónsson, Gísli Gottskálk Þórðarson og Ari Sigurpálsson í stað Þórðar Ingasonar, Gunnars Vatnhamar, Birni Snæ Ingason, Nikolaj Hansen og Matthíasar Vilhjálmssonar.
KR gera þá einnig þrjár breytingar á sínu liði frá síðasta leik sínum gegn ÍBV en inn koma Lúkas Magni Magnason, Theodór Elmar Bjarnason og Aron Þórður Albertsson en úr liði KR fara Finnur Tómas Pálmarson, Aron Kristófer Lárusson og Atli Sigurjónsson.
Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson
10. Pablo Punyed
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson
19. Danijel Dejan Djuric
21. Aron Elís Þrándarson
24. Davíð Örn Atlason
Byrjunarlið KR:
1. Simen Lillevik Kjellevold (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
5. Jakob Franz Pálsson
8. Olav Öby
9. Benoný Breki Andrésson
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
15. Lúkas Magni Magnason
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
19. Kristinn Jónsson
29. Aron Þórður Albertsson
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |