Einn leikur er spilaður í Sambandsdeild Evrópu í dag þar sem franska liðið Lille leikur gegn Olimpija Lúblíana frá Slóveníu. Leikurinn hefst klukkan 14:30.
Með þessum leik hefst riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.
Hin liðin í riðlinum eru KÍ Klaksvík frá Færeyjum og Slovan Bratislava frá Slóvakíu.
Með þessum leik hefst riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.
Hin liðin í riðlinum eru KÍ Klaksvík frá Færeyjum og Slovan Bratislava frá Slóvakíu.
Paulo Fonseca stjóri Lille hefur tilkynnt byrjunarlið sitt en Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson er meðal byrjunarliðsmanna.
Hákon hefur spilað alla fimm leiki Lille í frönsku deildinni til þessa en komið inn af bekknum í síðustu leikjum.
Tout est prêt pour accueillir nos Dogues ????#UECL #LOSCNKOL pic.twitter.com/OxFhbGP1f7
— LOSC (@losclive) September 20, 2023
Athugasemdir