Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   mið 20. september 2023 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Hvalreki fyrir okkur að fá hann inn í félagið"
Lengjudeildin
watermark Arnór Smárason.
Arnór Smárason.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
watermark Steinar Þorsteins.
Steinar Þorsteins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Jón Gísli Eyland.
Jón Gísli Eyland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikmenn sem léku með ÍA í Lengjudeildinni í sumar eru að renna út á samningi. Það eru þeir Steinar Þorsteinsson og svo sá sem var valinn efnilegastur á lokahófi ÍA: Jón Gísli Eyland Gíslason.

Fótbolti.net ræddi við Eggert Ingólf Herbertsson, formann ÍA, og spurði hann út í leikmanna- og þjálfaramálin.

„Þetta er allt í skoðun, verið að vinna í þessum málum," sagði Eggert þegar hann var spurður út í samningamál þeirra Steinars og Jóns Gísla sem voru í lykilhlutverki í sumar þegar ÍA vann Lengjudeildina og kom sér aftur upp í deild þeirra Bestu. Eggert sagði önnur félög ekki hafa sett sig í samband við ÍA upp á að fá að ræða við Steinar eða Jón Gísla.

Gísli Laxdal Unnarsson er að ganga í raðir Vals og Alexander Davey verður ekki áfram. Það staðfesti Eggert við Fótbolta.net. Enski varnarmaðurinn sleit hásin fyrir tímabilið.

Þurfa að gera breytingar
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, er áfram samningsbundinn félaginu. En eru fyrirhugaðar einhverjar breytingar á teyminu?

„Við eigum eftir að skoða það. Nú er rykið aðeins að setjast og við höfum aðeins tíma, erum rétt að byrja að smíða teymi og lið fyrir næsta tímabil. Við þurfum að gera einhverjar breytingar til að stíga upp, það er augljóst."

Væri frábært að fá Björn inn í félagið
Björn Bergmann Sigurðarson er með skráðan samning við ÍA sem rennur út í nóvember. Jón Þór talaði um það í sumar að það væru litlar líkur á því að hann myndi spila aftur. En er Björn eitthvað í kringum ÍA?

„Hann hefur ekki verið það til þessa, er fluttur til landsins en hefur ekkkert verið í kringum félagið. Ef hann treystir sér í það, þá væri frábært að fá hann inn í félagið, alveg 100%."

Með nokkuð skýra mynd
Eru Skagamenn byrjaðir að plana hvernig þeir vilja styrkja liðið fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni?

„Við erum strax byrjaðir að vinna í ákveðnum málum, en ekkert sem er komið svo langt að hægt sé að tilkynna eða neitt slíkt. Við erum með hugmyndir, nokkuð skýra mynd hvernig við viljum gera hlutina, en það tekur allt sinn tíma."

Geggjaður í sumar
Arnór Smárason sneri heim í ÍA fyrir tímabilið eftir að hafa leikið lengi sem atvinnumaður erlendis og svo spilað tvö tímabil með Val. Arnór sagði í viðtali við Fótbolta.net að það væru miklar líkur á að hann myndi halda áfram.

„Hann er með samning út næsta ár, við gerum ráð fyrir honum, engin spurning. Hann var geggjaður í sumar, spilaði nánast alla leiki og þá nánast alltaf 90 mínútur. Hann var geggjaður bæði sem leikmaður og ekki síður sem karakter, bara stórkostlegur. Það var hvalreki fyrir okkur að fá hann inn í félagið," sagði Eggert.
Innkastið - Markakóngurinn og bikarar á loft
Athugasemdir
banner
banner
banner