
ÍA fékk Vestra í heimsókn fyrr í dag, leikar enduðu 1-1 og skoruðu Skagamenn jöfnunarmarkið á 86. mínútu. Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA kom í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: ÍA 1 - 1 Vestri
„Mér fannst þetta lélegur leikur að okkar hálfu, við náðum aldrei okkar takt, okkar tempói, okkar flæði. Við vorum í basli með að finna opna bolta í gegn. Mikill vindur á vellinum og völlurinn þurr."
Dönsk félög eru á eftir Hauki Andra Haraldssyni, eru líkur að hann fari út á þessu tímabili?
„Eina sem ég get sagt um það er að hann er samningsbundinn ÍA og það þarf helvíti gott tilboð til þess að hann fari erlendis, ég veit ekki hvort það séu komin tilboð í hann frá dönskum félögum."
Jón Þór var spurður um Björn Bergmann Sigurðarson.
„Ég vona að við sjáum hann eitthvað á svæðinu, hann er kominn heim og við förum í það að vinna þá hluti með hann. Við eigum eftir að skoða hann og sjá stöðuna á því. Litlar líkur að við sjáum hann aftur inn á fótboltavellinum."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir