Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
   lau 16. september 2023 17:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Miklar líkur á því að Arnór haldi áfram - „Þetta skiptir mig miklu máli"
Lengjudeildin
Arnór með bikarinn í dag.
Arnór með bikarinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er rosalega stoltur af öllu liðinu og öllu batteríinu," sagði Arnór Smárason, fyrirliði ÍA, eftir að liðið tryggði sér sæti í Bestu deildinni í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 4 -  1 Grótta

„Það var mikið mótlæti í byrjun sumars en við rifum okkur í gang. Við höfðum alltaf trú á verkefninu."

Tímabilið byrjaði illa hjá ÍA og var liðið lengi í eltingarleik við Aftureldingu, en liðið náði að sigla fram úr í lokin og vinna deildina.

„Það var fyrst og fremst alltaf trú á verkefninu. Þjálfarateymið og allur hópurinn hafði trú á verkefninu út í eitt. Við vissum að sigrarnir myndu koma. Þeir gerðu það og það er frábært að enda þetta svona, saman."

Arnór segir skemmtilegt að koma heim á Akranes og hjálpa liðinu að komast upp.

„Þetta er nánast ólýsanlegt. Þetta gefur manni extra að spila fyrir uppeldisfélagið og upplifa þetta með fjölskylduna í stúkunni. Það var leikur í sumar sem við unnum, Fjölnir úti, og það var einhver ólýsanleg tilfinning sem ég fann eftir leikinn. Þetta skiptir mig miklu máli," segir Arnór en hann býst við að halda áfram að spila á næsta ári. Hann er 35 ára gamall.

„Það er draumur að spila í deild þeirra bestu með Skaganum. Það eru miklar líkur á því."
Athugasemdir
banner