Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
banner
   mið 20. september 2023 22:57
Brynjar Ingi Erluson
Liðsfélagi Orra Steins - „Áttum skilið að fara með þrjú stig frá þessari skítaholu“
Kamil Grabara
Kamil Grabara
Mynd: EPA
Danska meistaraliðið FCK gerði 2-2 jafntefli við Galatasaray í Meistaradeildinni í kvöld en FCK glutraði niður tveggja marka forystu á lokamínútum leiksins.

FCK komst í 2-0 þökk sé Mohamed Elyounoussi og Diogo Goncalves en eftir að Elias Jelert fékk að líta rauða spjaldið hrundi allt niður og gaf það Galatasaray færi á að skora tvö.

Orri Steinn Óskarsson kom inn af bekknum á 70. mínútu, en eftir að Jelert fékk rauða spjaldið þurfti Jacob Neestrup, þjálfari FCK, að gera taktíska breytingu og bitnaði það á Orra, sem var tekinn af velli sex mínútum eftir að hafa komið inn á.

Kamil Grabara, markvörður FCK, segir að liðið hafi verðskuldað að taka öll stigin frá Istanbúl, en Tyrkirnir verða sennilega ekki ánægðir með hvernig hann orðaði hlutina.

„Við áttum skilið að fara með öll þrjú stigin frá þessari skítaholu, en svona er lífið. Við höldum áfram fram veginn,“ sagði Grabara á Instagram.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner