Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 20. september 2023 20:35
Brynjar Ingi Erluson
Máni Austmann: Þetta er galið en hann viðurkenndi mistökin
Lengjudeildin
Máni Austmann Hilmarsson
Máni Austmann Hilmarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Máni Austmann Hilmarsson, leikmaður Fjölnis, var svekktur með 1-0 tapið gegn Vestra, en er spenntur fyrir sunnudeginum er liðin mætast öðru sinni í undanúrslitum í umspili Lengjudeildarinnar.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Fjölnir

Fjölnismenn voru óánægðir með margt í leiknum. Liðið vildi vítaspyrnu á 60. mínútu er varnarmaður Vestra handlék boltann í teignum.

Silas Songani skoraði á 29. mínútu fyrir Vestra og dugði það til sigurs, en Máni segir að liðið hafi átt að fá vítaspyrnu.

„Jújú, það er einn leikur búinn og annar eftir og þá verður hægt að spila fótbolta á alvöru grasi, en eins og þú orðar þetta, sleppum með 1-0, við áttum að fá víti. Þegar það kom bolti inn í teig þá var kastað bolta inná af boltasækjara. Þetta er svolítið 'dirty'“

„Það kemur 'cross' inn í og hafsentinn grípur hann eða slær hann með höndinni. Ég er kominn einn í gegn og er að fara skalla eða sparka hann inn. Þetta er galið, en hann viðurkenndi mistökin. Þetta er pirrandi,“
sagði Máni, sem var síðan spurður hvort hann væri klár á reglunum.

„Nei, en það hlýtur að vera hendi þegar hann slær hann fyrir ofan hausinn á sér.“

Staðan er 1-0 í einvíginu og sagði Máni að leikmenn Vestra hafi fagnað eins og þetta væri búið, en hann getur ekki beðið eftir síðari leiknum á Extra-vellinum, sem fer fram á sunnudag.

„Við ætluðum ekki að pressa á þá en byrjuðum of mikið að leyfa þeim að halda í boltann og koma út á bakverðina. Það er bara 1-0 og þeir fagna eins og þeir séu búnir að vinna, þannig er bara spenntur fyrir sunnudeginum,“ sagði Máni í lokin við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner