Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
   mið 20. september 2023 20:35
Brynjar Ingi Erluson
Máni Austmann: Þetta er galið en hann viðurkenndi mistökin
Lengjudeildin
Máni Austmann Hilmarsson
Máni Austmann Hilmarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Máni Austmann Hilmarsson, leikmaður Fjölnis, var svekktur með 1-0 tapið gegn Vestra, en er spenntur fyrir sunnudeginum er liðin mætast öðru sinni í undanúrslitum í umspili Lengjudeildarinnar.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Fjölnir

Fjölnismenn voru óánægðir með margt í leiknum. Liðið vildi vítaspyrnu á 60. mínútu er varnarmaður Vestra handlék boltann í teignum.

Silas Songani skoraði á 29. mínútu fyrir Vestra og dugði það til sigurs, en Máni segir að liðið hafi átt að fá vítaspyrnu.

„Jújú, það er einn leikur búinn og annar eftir og þá verður hægt að spila fótbolta á alvöru grasi, en eins og þú orðar þetta, sleppum með 1-0, við áttum að fá víti. Þegar það kom bolti inn í teig þá var kastað bolta inná af boltasækjara. Þetta er svolítið 'dirty'“

„Það kemur 'cross' inn í og hafsentinn grípur hann eða slær hann með höndinni. Ég er kominn einn í gegn og er að fara skalla eða sparka hann inn. Þetta er galið, en hann viðurkenndi mistökin. Þetta er pirrandi,“
sagði Máni, sem var síðan spurður hvort hann væri klár á reglunum.

„Nei, en það hlýtur að vera hendi þegar hann slær hann fyrir ofan hausinn á sér.“

Staðan er 1-0 í einvíginu og sagði Máni að leikmenn Vestra hafi fagnað eins og þetta væri búið, en hann getur ekki beðið eftir síðari leiknum á Extra-vellinum, sem fer fram á sunnudag.

„Við ætluðum ekki að pressa á þá en byrjuðum of mikið að leyfa þeim að halda í boltann og koma út á bakverðina. Það er bara 1-0 og þeir fagna eins og þeir séu búnir að vinna, þannig er bara spenntur fyrir sunnudeginum,“ sagði Máni í lokin við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner