Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
banner
   sun 20. október 2019 17:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grikkland: Annar byrjunarliðsleikur Sverris í deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason kom inn í byrjunarliðið hjá PAOK er liðið vann öruggan heimasigur gegn Lamia í dag.

Þetta er aðeins annar deildarleikurinn sem Sverrir byrjar fyrir PAOK frá því hann kom til félagsins í janúar. Hans síðasti byrjunarliðsleikur í grísku úrvalsdeildinni var í maí.

Í dag setti PAOK þrjú mörk á fyrstu 10 mínútunum og endaði leikurinn með þægilegum 3-0 sigri. Góður dagur fyrir Sverri og hans félaga.

PAOK er í öðru sæti grísku úrvalsdeildarinnar með tveimur stigum minna en Olympiakos.
Athugasemdir