Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   þri 20. október 2020 18:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Tobias skoraði gegn Íslendingaliði Esbjerg
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Íslendingalið Esbjerg tapaði sínum öðrum leik á tímabilinu í dönsku B-deildinni í kvöld.

Liðið tók á móti Hvidovre og komust gestirnir yfir á 28. mínútu. Í byrjun seinni hálfleiksins skoraði svo Tobias Thomsen, fyrrum sóknarmaður KR og Vals, annað mark Hvidovre.

Tobias yfirgaf KR í sumar þar sem hann vildi komast aftur heim til Danmerkur. Tobias er búinn að skora fimm mörk í sjö leikjum í dönsku B-deildinni á tímabilinu.

Andri Rúnar Bjarnason byrjaði á bekknum fyrir Esbjerg en hann kom inn á sem varamaður í leiknum.

Ólafur Kristjánsson er þjálfari Esbjerg sem er í fjórða sæti B-deildarinnar með 14 stig eftir átta leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner