Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 20. október 2020 21:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lampard mjög ánægður með að halda hreinu
Chelsea gerði markalaust jafntefli við Sevilla í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn fór fram á Stamford Bridge í London.

Chelsea hefur verið í miklu basli með varnarleik sinn í upphafi tímabils og Lampard var ánægður með að halda hreinu.

„Það er góð tilfinning að halda hreinu, það er eitthvað sem þú vilt alltaf," sagði Lampard í samtali við BT Sport eftir leikinn.

„Thiago Silva var stórkostlegur, hann er með reynslu og gæði. Edouard Mendy þurfti að verja einu sinni og hann varði vel, hann var góður með fótunum. Gegn góðu liði, sýndum við gott skipulag."

„Bæði lið virtust sátt með stigið. Þegar þú spilar í Meistaradeildinni þá treystirðu á eitt augnablik og í kvöld kom það ekki hjá okkur. Við getum ekki kvartað, við höfum skorað mikið í ensku úrvalsdeildinni og við verðum að vera ánægðir með að halda hreinu."
Athugasemdir
banner