þri 20. október 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Meiðsli Harry Maguire ekki alvarleg
Harry Maguire er ekki í leikmannahópi Manchester United sem heimsækir PSG í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Maguire, sem gekk í raðir Man Utd í fyrra, varð fyrir smávægilegum vöðvameiðslum í sigri gegn Newcastle um helgina og ætti að vera klár í slaginn gegn Chelsea næsta laugardag.

Þessi 27 ára gamli varnarmaður er sá dýrasti í sögu Man Utd og er hann fyrirliði félagsins. Hann hefur legið undir gagnrýni á upphafi tímabils vegna vandræða innan sem utan vallar.

Bruno Fernandes, sem gekk í raðir Rauðu djöflanna í janúar, mun bera fyrirliðabandið gegn PSG.
Athugasemdir