Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 20. október 2021 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eiður Ben: Pétur heldur áfram að hringja klukkan hálf tíu á kvöldin
Lengjudeildin
Eiður Ben
Eiður Ben
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Benedikt Eiríksson var í gær tilkynntur sem nýr þjálfari Þróttar Vogum og mun stýra liðinu í Lengjudeildinni næsta sumar. Eiður ræddi í dag við Fótbolta.net um nýja starfið.

„Mér líst ótrúlega vel á þetta, þetta er spennandi verkefni og ég held að næsta ár sé ótrúlega spennandi fyrir klúbbinn. Hann er í fyrsta sinn í Lengjudeild sem er stórt fyrir þetta félag sem er 90 ára á næstu ára. Það eru ótrúlega spennandi tímar framundan," sagði Eiður.

Eiður tekur við Þróttur eftir að Hermann Hreiðarsson hafði þjálfað liðið síðasta eitt og hálfta tímabilið eða svo. Eru einhverjir líkir karakterar?

„Ég held við séum líkir að mörgu leyti en kannski mjög ólíkir að öðru leyti. Við erum með svipaðan húmor og höfðum svipaðar skoðanir. Ég vil spila aðeins öðruvísi fótbolta og hann er aðeins æstari en ég."

Eiður segist hafa fundað með Fjölni og rætt við Hemma um möguleikann á því að fylgja honum til Vestmannaeyja sem aðstoðarþjálfari.

Eiður hefur undanfarin ár þjálfað meistaraflokk kvenna hjá Val við hlið Péturs Péturssonar. Var erfitt að kveðja Val?

„Já, þá var ótrúlega erfitt og kannski sérstaklega eftir að ég var búinn að tilkynna að ég væri hættur. Það var erfiðast að taka samtölin við leikmennina og sum samtölin erfiðari en önnur."

„Mér þykir ótrúlega vænt um þennan tíma, vænt um samstarf okkar Péturs og okkar vináttu. Hann heldur áfram að hringja klukkan hálf tíu á kvöldin og ég held áfram að svara. Hann hringdi í mig í gær og sagði að hann væri ekkert hættur að hringja, ætlaði að halda því áfram. Ég hringi örugglega eitthvað í hann á móti. Ég er ótrúlega ánægður með þennan tíma, þetta var ótrúlega gaman og vonandi fæ ég tækfæri til þess að vinna aftur fyrir Val,"
sagði Eiður.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner