Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
   mið 20. október 2021 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eiður Ben: Pétur heldur áfram að hringja klukkan hálf tíu á kvöldin
Lengjudeildin
Eiður Ben
Eiður Ben
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Benedikt Eiríksson var í gær tilkynntur sem nýr þjálfari Þróttar Vogum og mun stýra liðinu í Lengjudeildinni næsta sumar. Eiður ræddi í dag við Fótbolta.net um nýja starfið.

„Mér líst ótrúlega vel á þetta, þetta er spennandi verkefni og ég held að næsta ár sé ótrúlega spennandi fyrir klúbbinn. Hann er í fyrsta sinn í Lengjudeild sem er stórt fyrir þetta félag sem er 90 ára á næstu ára. Það eru ótrúlega spennandi tímar framundan," sagði Eiður.

Eiður tekur við Þróttur eftir að Hermann Hreiðarsson hafði þjálfað liðið síðasta eitt og hálfta tímabilið eða svo. Eru einhverjir líkir karakterar?

„Ég held við séum líkir að mörgu leyti en kannski mjög ólíkir að öðru leyti. Við erum með svipaðan húmor og höfðum svipaðar skoðanir. Ég vil spila aðeins öðruvísi fótbolta og hann er aðeins æstari en ég."

Eiður segist hafa fundað með Fjölni og rætt við Hemma um möguleikann á því að fylgja honum til Vestmannaeyja sem aðstoðarþjálfari.

Eiður hefur undanfarin ár þjálfað meistaraflokk kvenna hjá Val við hlið Péturs Péturssonar. Var erfitt að kveðja Val?

„Já, þá var ótrúlega erfitt og kannski sérstaklega eftir að ég var búinn að tilkynna að ég væri hættur. Það var erfiðast að taka samtölin við leikmennina og sum samtölin erfiðari en önnur."

„Mér þykir ótrúlega vænt um þennan tíma, vænt um samstarf okkar Péturs og okkar vináttu. Hann heldur áfram að hringja klukkan hálf tíu á kvöldin og ég held áfram að svara. Hann hringdi í mig í gær og sagði að hann væri ekkert hættur að hringja, ætlaði að halda því áfram. Ég hringi örugglega eitthvað í hann á móti. Ég er ótrúlega ánægður með þennan tíma, þetta var ótrúlega gaman og vonandi fæ ég tækfæri til þess að vinna aftur fyrir Val,"
sagði Eiður.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner