Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
banner
   mið 20. október 2021 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eiður Ben: Pétur heldur áfram að hringja klukkan hálf tíu á kvöldin
Lengjudeildin
Eiður Ben
Eiður Ben
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Benedikt Eiríksson var í gær tilkynntur sem nýr þjálfari Þróttar Vogum og mun stýra liðinu í Lengjudeildinni næsta sumar. Eiður ræddi í dag við Fótbolta.net um nýja starfið.

„Mér líst ótrúlega vel á þetta, þetta er spennandi verkefni og ég held að næsta ár sé ótrúlega spennandi fyrir klúbbinn. Hann er í fyrsta sinn í Lengjudeild sem er stórt fyrir þetta félag sem er 90 ára á næstu ára. Það eru ótrúlega spennandi tímar framundan," sagði Eiður.

Eiður tekur við Þróttur eftir að Hermann Hreiðarsson hafði þjálfað liðið síðasta eitt og hálfta tímabilið eða svo. Eru einhverjir líkir karakterar?

„Ég held við séum líkir að mörgu leyti en kannski mjög ólíkir að öðru leyti. Við erum með svipaðan húmor og höfðum svipaðar skoðanir. Ég vil spila aðeins öðruvísi fótbolta og hann er aðeins æstari en ég."

Eiður segist hafa fundað með Fjölni og rætt við Hemma um möguleikann á því að fylgja honum til Vestmannaeyja sem aðstoðarþjálfari.

Eiður hefur undanfarin ár þjálfað meistaraflokk kvenna hjá Val við hlið Péturs Péturssonar. Var erfitt að kveðja Val?

„Já, þá var ótrúlega erfitt og kannski sérstaklega eftir að ég var búinn að tilkynna að ég væri hættur. Það var erfiðast að taka samtölin við leikmennina og sum samtölin erfiðari en önnur."

„Mér þykir ótrúlega vænt um þennan tíma, vænt um samstarf okkar Péturs og okkar vináttu. Hann heldur áfram að hringja klukkan hálf tíu á kvöldin og ég held áfram að svara. Hann hringdi í mig í gær og sagði að hann væri ekkert hættur að hringja, ætlaði að halda því áfram. Ég hringi örugglega eitthvað í hann á móti. Ég er ótrúlega ánægður með þennan tíma, þetta var ótrúlega gaman og vonandi fæ ég tækfæri til þess að vinna aftur fyrir Val,"
sagði Eiður.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir