
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins, hefur opinberað hópinn sem mætir Norður Írlandi í umspili Þjóðadeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram í Norður Írlandi föstudaginn 24. október og sá síðari á Laugardalsvelli þriðjudaginn 28. október.
Þorsteinn gerir fimm breytingar á hópnum sem fór á EM í sumar.
Inn í hópinn koma þær Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, Arna Eiríksdóttir, María Catharina Ólafsdóttir, Thelma Karen Pálmadóttir og Emilía Kiær Ásgeirsdóttir.
Vigdís Lilja, María Catharina og Thelma Karen eru í hópnum í fyrsta sinn.
En úr hópnum víkja þær Natasha Moraa Anasi, Guðný Árnadóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Berglind Rós Ágústsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Þær Natasha, Áslaug og Guðný eru allar frá vegna meiðsla, þá er Dagný Brynjarsdóttir ólétt og var því ekki valin.
Hópurinn:
Telma Ívarsdóttir - Glasgow Rangers - 12 leikir
Fanney Inga Birkisdóttir - BK Häcken - 8 leikir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Inter Milan - 23 leikir
Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Bröndby IF - 17 leikir, 1 mark
Ingibjörg Sigurðardóttir - SC Freiburg - 78 leikir, 2 mörk
Glódís Perla Viggósdóttir - FC Bayern Munich - 140 leikir, 12 mörk
Guðrún Arnardóttir - SC Braga - 55 leikir, 1 mark
Arna Eiríksdóttir - Valerenga - 2 leikir
Sædís Rún Heiðarsdóttir - Valerenga - 21 leikur
Hildur Antonsdóttir - Madrid CFF - 29 leikir, 2 mörk
Alexandra Jóhannsdóttir - Kristianstads DFF - 58 leikir, 6 mörk
María Catharina Ólafsd. Gros - Linköping FC
Katla Tryggvadóttir - ACF Fiorentina - 9 leikir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Inter Milan - 57 leikir, 15 mörk
Amanda Jacobsen Andradóttir - FC Twente - 25 leikir, 2 mörk
Thelma Karen Pálmadóttir - FH
Sandra María Jessen - 1. FC. Köln - 57 leikir, 7 mörk
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir - RSC Anderlecht
Sveindís Jane Jónsdóttir - Angel City FC - 54 leikir, 15 mörk
Hlín Eiríksdóttir - Leicester City F.C. - 52 leikir, 7 mörk
Diljá Ýr Zomers - SK Brann - 20 leikir, 2 mörk
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - RB Leipzig - 8 leikir
Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 64 leikir, 4 mörk