Guehi tilbúinn að sitja út samninginn - Há laun Rodrygo hindrar skipti hans til Arsenal - Höjlund til Napoli?
Jökull: Það eru ekki margir með hærra fótbolta IQ en hann
Deano eftir erfiða viku: Sest niður og sé hvað framtíðin býður upp á
Ómar Björn: Hann var frábær þjálfari, ég get þakkað honum fyrir fullt
Árni Snær: Þetta eru bara geggjaðir gæjar
Gylfi Þór: Komumst ekki ofar eins og er
Hallgrímur Jónasson: Gat ekki beðið um meira frá strákunum
Sölvi Geir: Koma norður, taka þrjú stig og drulla okkur aftur heim
„Mjög sérstakt að öll orka hafi farið í að kenna Ívari hvernig á að spila í Boganum"
Þurfti að kenna Ívari Orra regluna - „Hann breytti því bara í hálfleik sem mér fannst bara fínt"
Jóhann Birnir: Heilt yfir fannst mér við vera ofan á
Halli: Alltaf áhyggjuefni að ná ekki í sigra
Heimir Guðjóns: Ef ég vissi ástæðuna þá væri ég ríkur maður
Sigurður Bjartur: Þeir þurfa greinilega að hafa meiri trú á mér
„Eitthvað sem ég sætti mig ekki við sem þjálfari Vestra"
Alli Jói: Er ógeðslega glaður
Halli Hróðmars: Töpuðum sanngjarnt
Sandra á leið á EM: Rosa gott fyrir hausinn
Jóhann Kristinn: Formið á henni er ekkert eðlilegt
Áhyggjulaus þrátt fyrir að vera í fallsæti - „Ekki mitt að ákveða með mitt starf"
Arna Eiríks um EM hópinn: Ætla bara að vera hreinskilin, það var mjög svekkjandi
   mið 02. apríl 2025 15:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Svekkjandi staða.
Svekkjandi staða.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Árni hefur litið vel út í vetur og sagði í viðtali við Vísi að einbeitingin hafi aldrei verið eins mikil og nú á fótboltann.
Stefán Árni hefur litið vel út í vetur og sagði í viðtali við Vísi að einbeitingin hafi aldrei verið eins mikil og nú á fótboltann.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Stefán Árni Geirsson verður frá næstu mánuðina og KR-ingar búast ekki við honum á komandi tímabili. Þetta staðfestir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Stefán fór úr ökklalið og bein brotnaði í fæti hans í leik KR gegn Víkingi á föstudag.

„Hann fór í aðgerð á mánudagskvöldið og þar voru settar í hann sjö skrúfur og plata. Ömurleg staða fyrir hann, ömurleg staða fyrir okkur og ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina því að ég held að flestir geti verið sammála um að Stefán er frábær leikmaður sem auðgar íslenskt knattspyrnulíf og það er sjónarsviptir af honum á vellinum. En staðan er bara þannig að við búumst ekki við honum á þessu tímabili, nú þurfum við bara að sjá til þess og hjálpa honum að koma sterkur til baka á því næsta," segir Óskar.

Ertu eitthvað að skoða að fá inn mann í staðinn?
„Nei."

Hópurinn bara klár?
„Þangað til annað kemur í ljós," segir Óskar.

Fyrsti leikur KR í Bestu deildinni verður á sunnudaginn þegar liðið heimsækir KA.

Óskar ræðir um komandi tímabil í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir