Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 20. nóvember 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Sterling í viðræðum við Man City um nýjan samning
Enski landsliðsmaðurinn Raheem Sterling er nú í viðræðum við Manchester City um að framlengja samninginn en hann mun fá væna launahækkun.

Það er aðeins ár síðan Sterling framlengdi samning sinn við City en hann þénar nú um 300 þúsund pund á viku.

Sterling hefur verið magnaður með City og enska landsliðinu á þessu ári og er félagið nú í viðræðum við hann um að framlengja samninginn enn frekar.

Núverandi samningur rennur út árið 2023 en hann mun framlengja um eitt ár til viðbótar og fá um það bil 375 þúsund pund í vikulaun og verður hann þá launahæstur ásamt David De Gea, markverði Manchester United.

Sterling er með 14 mörk og 5 stoðsendingar í 17 leikjum fyrir City á þessari leiktíð. Þá hefur hann skorað 8 mörk og lagt upp 9 fyrir enska landsliðið á árinu.
Athugasemdir
banner
banner