banner
   fös 20. nóvember 2020 09:00
Victor Pálsson
Arsenal sagt hafa misst af Jota
Mynd: Getty Images
Samkvæmt the Athletic þá reyndi Arsenal að næla í sóknarmanninn Diogo Jota árið 2016 er hann var lítið þekktur leikmaður Pacos Ferreira í Portúgal.

Jota hóf ferilinn hjá Pacos Ferreira en var seldur til Atletico Madrid árið 2016 og fór þaðan til Wolves.

Eftir frábæra frammistöðu með Wolves ákvað Liverpool að opna veskið og kaupa hann á 41 milljón punda í sumar.

Athletic segir að Arsenal hafi haft töluverðan áhuga á Jota sem ákvað þó að lokum að velja Atletico þar sem hlutirnir gengu ekki upp.

Jota fékk ekki eina einustu mínútu á Spáni og var lánaður til Porto tímabilið 2016/2017 og fór í kjölfarið til Wolves.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner