Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 20. nóvember 2020 11:01
Elvar Geir Magnússon
Verður Gary Martin í Pepsi Max-deildinni á næsta ári?
Jónas Óli Jónasson og Gary Martin.
Jónas Óli Jónasson og Gary Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin, sóknarmaður ÍBV, hefur mikið verið orðaður frá ÍBV og í raun hefur hann verið orðaður frá liðinu frá því það féll í fyrra. Margir áttu erfitt með að trúa því að hann tæki slaginn í Lengjudeildinni sem engu að síður varð raunin.

Hann er áfram samningsbundinn ÍBV en liðinu mistókst að komast upp úr Lengjudeildinni.

Í þættinum Draumaliðið í sumar sagði Gary að hann myndi ekki vera áfram í ÍBV liðinu tækist ekki að koma upp en hann er samningsbundinn félaginu út næsta tímabil.

Það eru sífelldar sögur í kringum enska sóknarmanninn og hann hefur verið orðaður við endurkomu til bæði Víkings og KR ásamt því að sögur eru um að Stjarnan gæti viljað fá hann til að fylla skarð Guðjóns Baldvinssonar.

„Það hafa ekki komið fyrirspurnir í Gary og hann er með samning við okkur áfram," segir Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs ÍBV.

„Þessir skrýtnu tímar hafa eflaust fengið öll félög til að endurmeta sína stöðu, þannig að ef það kæmi áhugi frá öðru liði og Gary myndi óska eftir því að fá að fara er mögulegt að við myndum heimila það."
Athugasemdir
banner
banner
banner