Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   mið 20. nóvember 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Arnór Sveinn leggur skóna á hilluna og verður aðstoðarþjálfari Breiðabliks
Arnór Sveinn Aðalsteinsson.
Arnór Sveinn Aðalsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tekur núna að sér nýtt hlutverk.
Tekur núna að sér nýtt hlutverk.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Þegar ég tek eitthvað að mér þá geri ég það 100 prósent'
'Þegar ég tek eitthvað að mér þá geri ég það 100 prósent'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er rosalega spenntur fyrir nýju hlutverki. Þetta eru tímamót," segir Arnór Sveinn Aðalsteinsson, nýr aðstoðarþjálfari Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net.

Arnór Sveinn var fyrir um mánuði síðan ráðinn nýr aðstoðarþjálfari Blika en hann er 38 ára gamall og er nýbúinn að leggja skóna á hilluna.

„Ég var búinn að undirbúa mig vel fyrir þá breytingu (að hætta í fótbolta) og ákvað þetta fyrir löngu. Mér fannst kominn tímapunktur á að hætta. Svo kemur þetta tækifæri fyrir mig. Mér finnst nánast ekki eins og ég sé að hætta í fótbolta. Ég fæ að halda áfram að nördast í fótbolta, sem ég elska. Ég er ótrúlega spenntur," segir Arnór Sveinn.

Hann segist hafa undirbúið sig fyrir það síðustu ár að hætta í fótbolta en núna var rétti tímapunkturinn. Arnór endaði ferilinn á því að verða Íslandsmeistari með Breiðabliki.

„Ég er sáttur við að vera kominn á þennan stað," segir Arnór.

„Ef ég horfi á allt sem ég afrekaði þá get ég ekki verið annað en stoltur. Ég segi alltaf að það sem ég er stoltastur af á mínum ferli er að hafa elskað leikinn aftur. Að fara í gegnum ákveðinn þroska og yfir hindranir. Ég er stoltur að hafa farið yfir mjög margt sem var mjög erfitt. Það þroskaði mig mjög mikið. Ég er allra stoltastur af því þegar ég lít yfir minn feril."

Ætlar að sökkva sér alveg í þetta hlutverk
Arnór fer í fullt starf sem aðstoðarþjálfari hjá Breiðabliki og fær þar frábært tækifæri til að læra í nýju fagi. Hann er mjög glaður að fá tækifæri til að vinna með Halldóri Árnasyni.

„Ég er spenntur af mörgum mismunandi ástæðum. Þetta er liðið mitt og félagið mitt sem mér þykir svo vænt um. Ég er spenntur að vinna með Dóra sem er algjör fagmaður. Hann er rosalega opinn og þvílíkur fótboltanörd. Ég er kennaramenntaður og hef rosalega mikinn áhuga á öllu sem tengist kennslufræðilegri nálgun og ég ætla að nýta mér það í þjálfuninni. Ég er líka heimspekimenntaður og hef áhuga á að innleiða hugmyndir inn í fótboltaumhverfið sem maður þekkir svo vel," segir Arnór.

„Ég er að fara inn 100 prósent og get þá sökkt mér í þetta og nördast algjörlega."

Ætlarðu þér langt í þjálfun?

„Þegar ég tek eitthvað að mér þá geri ég það 100 prósent. Ég ætla að gera það núna. Ég ætla að virða þetta starf þannig að ég ætla að hella mér algjörlega út í þetta og svo sjáum við hvað gerist. Ég hef mikinn áhuga á þjálfun og liðskúltúr. Ég hef augljóslega mikinn áhuga á fótbolta og hlakka til að sökkva mér út í taktísku hliðina. Ég er ekki búinn að setja mér nein markmið en ég ætla að gefa mig allan í þetta," segir Arnór.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner