Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. janúar 2020 15:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chicharito til Galaxy - „Rétti tíminn, rétta tækifærið"
Mynd: Getty Images
Javier 'Chicharito' Hernandez hefur staðfest við fjölmiðla í Los Angeles að hann sé orðinn leikmaður LA Galaxy. Hann sagði við LA Times í dag að þetta væri rétti tíminn, rétta tækifærið.

LA Galaxy hefur enn ekki staðfest viðskiptin en Times hefur birt viðtal við hinn 31 árs gamla Chicharito þar sem hann segist spenntur fyrir MLS deildinni og hann var myndaður í treyju Galaxy liðsins.

Samkvæmt heimildum Sports Illustrated borgar Galaxy Sevilla 8,5 milljónir evra fyrir Hernandez sem skrifar undir þriggja ára samning.

Hjá Galaxy hittir hann fyrir Jonathan Dos Santos, liðsfélaga sinn í mexíkóska landsliðinu.

Hernandez gekk í raðir Sevilla frá West Ham í haust. Hann skoraði einungis eitt mark í níu deildarleikjum og tvö í sex bikarleikjum. Hernandez er þekktastur fyrir veru sína hjá Manchester United þar sem hann skoraði 37 deildarmörk í 103 deildarleikjum.

Hann segir þetta vera tækifæri til að spila fyrir framan mexíkóska aðdáendur, aðdáendur Galaxy og bandaríska aðdáendur. Hernandez telur að þetta muni hjálpa honum að tryggja sæti sitt í liði Mexíkó á HM árið 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner