Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. janúar 2020 15:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Flestir leikmenn skoska boltans veðja á leiki
Mynd: Getty Images
BBC fjallar í dag um veðmálavandamál í skoska boltanum og segir frá því að hjá flestum félögum séu leikmenn að veðja í búningsklefanum.

Umræðan hófst þegar Brian Rice þjálfari Hamilton var kærður fyrir veðmál eftir að hafa fallið á veðmálafíkn sinni.

Leikmenn í Skotlandi mega ekki veðja á neina leiki í neinu landi en BBC hefur eftir einum leikmanni að menn séu að veðja á að þeir fái sjálfir gult spjald í leikjum.

„Þetta er svona í nánst hverjum einasta búningsklefa að leikmenn séu að veðja," hefur BBC eftir leikmanninum sem vildi ekki láta nafns síns getið.

„Ég hef heyrt af því að leikmenn veðji á sigur hjá sínu eigin liði en það er minna um að menn veðji gegn eigin liði. Þó hef ég heyrt af þessum veðmálum með gulu spjöldin."

Leikmaðurinn sem BBC ræðir við segir að vandamálið sé stórt í skoska boltanum og hélt áfram.

„Við erum að tala um að það eru fjórir eða fimm drengir sem taka ekki þátt í þessu, það sýnir hversu slæmt það er."

Veðmálafyrirtæki setja nafn sitt við þrjár helstu keppnir í skoska boltanum en samningarnir renna allir út í lok þessa tímabils. Þá er fjöldi skoskra félaga með auglýsingar frá veðmálafyrirtækjum á búningum sínum.

Hér á landi eru allar slíkar auglýsingar stranglega bannaðar og við þeim eru viðurlög sem nánast útilokað er að komast hjá. Aukin pressa er nú á skosk knattspyrnuyfirvöld að endurskoða samstarf keppna og félaga við veðmálafyrirtæki.

Þó gæti verið erfitt að koma í veg fyrir að leikmenn haldi áfram að veðja en flestir nota þeir aðganga í eigu maka síns eða foreldra til að veðja á leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner