Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 21. janúar 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Rashford átti erfitt með að sitja fyrir leikinn gegn Wolves
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford, markahæsti leikmaður Manchester United á tímabilinu, gæti verið frá í nokkra mánuði vegna bakmeiðsla.

Rashford hefur verið að glíma við bakmeiðsli allan ferilinn og nú hafa spurningar vaknað um hvort læknateymi Man Utd hafi klúðrað málunum með því að gefa of oft grænt ljós á að láta hann spila.

Sóknarmaðurinn hefur verið að spila í gegnum sársauka stærstan hluta tímabilsins. Hann missti af stórleiknum gegn Liverpool á sunnudaginn eftir að hafa farið meiddur af velli gegn Wolves fjórum dögum fyrr.

Fjórum dögum þar áður spilaði hann 60 mínútur og skoraði tvennu í sigri gegn Norwich.

Heimildarmaður Independent greinir frá því að Rashford hafi fundið fyrir miklum bakverkjum dagana á milli leikjanna gegn Norwich og Wolves. Hann átti erfitt með að sitja án þess að finna fyrir sársauka, en læknateymið gaf grænt ljós.

Fréttamenn Independent eru ekki einir um að setja spurningarmerki við starfshætti Man Utd í sambandi við Rashford. Ian Wright og Jamie O'Hara eru meðal sérfræðinga sem hafa gagnrýnt félagið eftir að Rashford meiddist.
Athugasemdir
banner
banner
banner