Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. janúar 2021 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Árni Vilhjálms skoraði í öðrum leiknum í röð
Mynd: Kolos Kovalivka
Mynd: Getty Images
Árni Vilhjálmsson var í byrjunarliðinu hjá FK Krylya Sovetov Samara sem rúllaði yfir Slavia Sofia í æfingaleik í dag.

Árni er á reynslu hjá Krylia og er þetta annar æfingaleikurinn hans með liðinu. Í fyrsta æfingaleiknum skoraði hann og lagði upp og í dag skoraði hann aftur.

Árni gerði annað mark leiksins í 1-6 sigri og verður áhugavert að sjá hvort honum verði boðinn samningur. Rússneska tímabilið er í vetrarpásu og á Krylia afar spennandi leiki framundan þar sem liðið er í harðri toppbaráttu, með 55 stig eftir 26 umferðir.

Árni er 26 ára gamall framherji sem gerði garðinn frægan með Blikum áður en hann hélt út í atvinnumennsku.

Slavia Sofia 1 - 6 Krylia Sovetov
0-1 A. Zinkovskiy ('25)
0-2 Árni Vilhjálmsson ('28)
0-3 I. Sergeev ('32)
1-3 R. Kirilov ('45)
1-4 I. Sergeev ('52)
1-5 S. Hadi ('55)
1-6 E. Golenkov ('63)

Þá var nóg af Íslendingum í æfingaleikjum dagsins í Danmörku og komst einn þeirra á blað.

Það var Aron Elís Þrándarson sem gerði síðasta mark leiksins í 4-1 sigri OB gegn lærisveinum Ólafs Kristjánssonar í Esbjerg. Aron Elís kom inn af bekknum á 62. mínútu og skoraði undir lokin.

Sveinn Aron Guðjohnsen var ónotaður varamaður hjá OB og þá kom Andri Rúnar Bjarnason inn af bekknum hjá Esbjerg.

Til gamans má geta að Pyry Soiri gerði eina mark Esbjerg í leiknum.

Odense 4 - 1 Esbjerg
1-0 I. Jebali ('22)
2-0 A. Okosun ('28)
2-1 Pyry Soiri ('67)
3-1 M. Lieder ('78)
4-1 Aron Elís Þrándarson ('86)

FC Kaupmannahöfn lagði þá Helsingor að velli á meðan Silkeborg tapaði fyrir Sönderjyske.

Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Silkeborg og kom markvörðurinn efnilegi Patrik Sigurður Gunnarsson inn af bekknum í hálfleik.

Silkeborg 3 - 5 Sönderjyske

FC Kaupmannahöfn 3 - 2 Helsingor

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner