Bakvörðurinn Davíð Örn Atlason hefur ákveðið að ganga í raðir Breiðabliks og er að skrifa undir samning við félagið samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, staðfesti við Fótbolta.net í gær að félagið hefði fengið tilboð í fleirtölu í Davíð en Valur hafði einnig áhuga á að fá hann.
Davíð er 26 ára og er einn besti bakvörður Pepsi Max-deildarinnar. Samningur hans við Víkinga átti að renna út næsta haust.
Hann hefur verið í stóru hlutverki hjá Víkingum síðan 2015 en hann lék sína fyrstu Íslandsmóstleiki fyrir félagið 2012.
Breiðablik kaupir Davíð frá Víkingum en liðið hafnaði í fjórða sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir