Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
   sun 11. janúar 2026 13:36
Kári Snorrason
Ítalía: Tvö rauð í tapi Lecce - Þórir Jóhann ónotaður varamaður
Mynd: EPA
Lecce 1 - 2 Parma
1-0 Nikola Stulic ('1 )
1-1 Tiago Gabriel ('64 , sjálfsmark)
1-2 Mateo Pellegrino ('72 )
Rautt spjald: ,Lameck Banda, Lecce ('57)Gaspar, Lecce ('90)

Þórir Jóhann Helgason var ónotaður varamaður í tapi Lecce gegn Parma í hádeginu. Nikola Stulic kom Lecce yfir eftir aðeins eina mínútu leiks.

Róðurinn hins vegar þyngdist er Lameck Banda fékk að líta rauða spjaldið eftir 57. mínútna leik.

Tiago Gabriel, leikmaður Lecce, varð fyrir því óláni að setja boltann í sitt eigiðmet sjö mínútum eftir rauða spjaldið og þá kom Mateo Pellegrino Parma yfir á 72. mínútu.

Tíu Lecce menn urðu að níu í uppbótartíma er Angólamaðurinn Kialonda Gaspar fékk rauða spjaldið á þriðju mínútu í uppbótartíma.

Lecce er í 16. sæti deildarinnar en Parma situr í fjórtánda sæti.

Ítalski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn
Athugasemdir
banner