Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
   sun 11. janúar 2026 13:17
Kári Snorrason
Byrjunarlið Arsenal gegn Portsmouth: Arteta gerir tíu breytingar - Havertz í hóp
Havertz er í leikmannahóp Arsenal.
Havertz er í leikmannahóp Arsenal.
Mynd: EPA
Arsenal sækir Porstmouth heim í þriðju umferð enska FA-bikarsins. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og er búið að opinbera byrjunarliðin.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, gerir tíu breytingar á byrjunarliði sínu frá markalausu jafntefli liðsins gegn Liverpool á fimmtudag.

Gabriel er eini maðurinn sem heldur sæti sínu frá því á fimmtudag og þá er Kai Havertz kominn aftur í leikmannahóp Arsenal eftir að hafa glímt við meiðsli.

Þjóðverjinn hefur ekki spilað síðan hann undirgekkst aðgerð á hné í ágúst.

Arsenal: Arrizabalaga, White, Norgaard, Gabriel, Lewis-Skelly, Merino, Nwaneri, Eze, Madueke, Martinelli, Jesus.
Varamenn: Raya, Timber, Salmon, Zubimendi, Rice, Odegaard, Saka, Havertz, Gyokeres.

Portsmouth: Bursik, Devlin, Poole, Shaughnessy, Swanson, Dozzell, Le Roux, Segecic, Chaplin, Blair, Bishop.
Varamenn: Killip, Williams, Bowat, Oglivie, Pack, Farrell, Umeh, Swift, Kirk.



Athugasemdir
banner