Derby County 1 - 3 Leeds
0-0 Joel Piroe ('33 , Misnotað víti)
1-0 Ben Brereton Diaz ('35 )
1-1 Wilfried Gnonto ('55 )
1-2 Ao Tanaka ('59 )
1-3 James Justin ('93)
0-0 Joel Piroe ('33 , Misnotað víti)
1-0 Ben Brereton Diaz ('35 )
1-1 Wilfried Gnonto ('55 )
1-2 Ao Tanaka ('59 )
1-3 James Justin ('93)
Leeds tryggði sig áfram í fjórðu umferð enska bikarsins eftir sigur á Championshipliðinu Derby.
Leikurinn fór þó brösulega af stað fyrir Leeds, en Joel Piroe klikkaði á vítaspyrnu eftir rúmlega hálftíma leiks. Heimamenn svöruðu þá um hæl og skoraði Ben Brereton Diaz tveimur mínútum eftir vítaklúðrið með góðu skoti úr teignum.
Derby leiddi í hálfleik en það var Wilfried Gnonto sem jafnaði metin með þrumuskoti úr teignum á 55. mínútu. Fjórum mínútum síðar kom Ao Tanaka Leeds yfir eftir að hafa fylgt eftir skoti Joel Piroe.
James Justin gulltryggði sigurinn fyrir Leeds er hann skoraði þriðja mark liðsins í uppbótartíma.
Athugasemdir




