Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, segir í samtali við Fótbolta.net líklegt að fjórir leikmenn Víkings fari á láni. Umræddir leikmenn eru þeir Atli Þór Jónasson, Davíð Helgi Aronsson, Björgvin Brimi Andrésson og Haraldur Ágúst Brynjarsson.
Davíð Helgi Aronsson er átján ára örvfættur hafsent uppalinn í Víkingi. Á síðasta tímabili lék hann með Njarðvík í Lengjudeildinni við góðan orðstír.
Kári segir miklar líkur á því að hann fari á lán til annars lið í Bestu deildinni. Keflavík hefur þá kannað möguleikann á að fá hafsentinn efnilega í sínar raðir.
Davíð Helgi Aronsson er átján ára örvfættur hafsent uppalinn í Víkingi. Á síðasta tímabili lék hann með Njarðvík í Lengjudeildinni við góðan orðstír.
Kári segir miklar líkur á því að hann fari á lán til annars lið í Bestu deildinni. Keflavík hefur þá kannað möguleikann á að fá hafsentinn efnilega í sínar raðir.
„Það er alltaf verið að bera víurnar í okkar leikmenn, mjög skiljanlega. Við erum með mjög unga stráka sem þurfa að fara á láni. Björgvin Brimi er líklegur til að fara á láni, Davíð Helgi er einnig líklegur og Haraldur Ágúst er annar.
Davíð fer í Bestu deildina og það sama með Atla Þór. Halli og Björgvin eru flottir kandídatar í Lengjudeildina enda kornungir strákar,“ segir Kári Árnason.
Björgvin Brimi er bróðir Benóný Breka, U21 landsliðsmanns og leikmanns Stockport, en Björgvin gekk í raðir Víkings fyrr í vetur.
Ekki leyndarmál að Kelfvíkingar vilja hafsent
Keflavík er á meðal liða sem hafa verið orðuð við Davíð Helga. Fótbolti.net ræddi við Harald Frey Guðmundsson, þjálfara Keflavíkur, fyrir helgi og spurði hann út í Davíð.
„Ég held að það sé ekkert leyndarmál að við séum á höttunum eftir hafsent. Við erum með augun opin, það er ekkert konkret komið þar. Það hefur verið hugmynd að fá hann (Davíð) til okkar. En það hefur ekkert komið á hreint í þessu. Það yrði þá í formi lánsdíls.“
Ég myndi segja að hafsent sé staða sem við horfum mest í. En við, eins og flest lið, erum alltaf með augun opin fyrir góðum leikmönnum,“ segir Haraldur.
Athugasemdir



