Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 21. janúar 2022 20:06
Victor Pálsson
Mourinho hefur engan áhuga á Everton - Myndi ekki taka neitt annað verkefni
Mynd: EPA
Jose Mourinho, stjóri Roma, hefur útilokað það að hann gæti verið næsti stjóri Everton - hann hefur verið orðaður við starfið.

Rafael Benitez var á dögunum rekinn sem stjóri Everton og leitar félagið nú að nýjum stjóra. Nafn Mourinho hefur verið nefnt til sögunnar.

Mourinho er hins vegar ekkert nema ánægður hjá Roma en hann tók við félaginu á síðasta ári.

„Ég myndi segja að ég sé 10 af 11 hjá Roma. Ég er svo ánægður að vinna hjá félagi þar sem mér er treyst. Ég gæti ekki verið ánægðari," sagði Mourinho.

„Þegar kemur að fótboltanum þá er það ekki mitt markmið að lenda í sætum 4-8. Þetta er hins vegar öðruvísi verkefni fyrir mig í dag og við verðum betri á næstu leiktíð."

„Ég er ánægður þessa stundina og myndi ekki yfirgefa Roma fyrir neitt annað verkefni. Ég lofaði þeim þrjú ár og mun ekki hætta fyrr en þau eru runnin upp."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner